Nú eru menn að tala saman!

Greinargerð Indriða H Þorlákssonar um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðarins á íslenskan þjóðarhag og viðbrögð Samtaka iðnaðarins við henni er með því betra sem maður hefur séð í samfélagsumræðunni lengi. Rökræða á upphrópunarlausum grunni.

En ef viðhorf Indriða, um að ekki eigi að reikna afleidd störf inn í þjóðhagsleg áhrif álvera, yrði yfirfært á aðra starfsemi í landinu, mætti ekki reikna starfsemi afurðastöðva sem hluta landbúnaðar, sem gerði illréttlætanlegt að vernda íslenskan landbúnað og starfsemi fiskvinnslu sem hluta fiskveiða, sem gerði illréttlætanlegt að vera á móti því að flytja hann óunninn úr landi.

Þær hendur sem hefðu atvinnu af því hefðu einhverja aðra verðmætaskapandi iðju ef þess nyti ekki við. Að mínu mati átti þetta tæplega við þegar þenslan var sem mest og alls ekki nú, þegar atvinnuleysi fer vaxandi.

Ég hlakka til að sjá viðbrögð Indriða við viðbrögðum SI.


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband