Hvalveiðar breyta engu um ferðamennskuna
5.2.2009 | 22:22
Hvort við veiðum hval eða ekki breytir engu fyrir ferðamennskuna hér á landi.
Útlendingar halda nefnilega að við séum að veiða hval, hvort sem við gerum það eða ekki.
Þess vegna er um að gera að reyna að fá þær tekjur af hvalveiðum sem í boði eru og auka um leið lífrýmið í sjónum fyrir aðra nytjastofna okkar, á sjálfbæran hátt.
![]() |
Vond stjórnsýsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarfulltrúinn Ólafur F Magnússon beitir kröftum sínum á hæsta máta undarlegan hátt og telur rétt að eyða sínum kröftum í karp um formsatriði í stað þess að fjalla um málefni borgarbúa og hvað þeim er fyrir bestu.
Er hann í sífellu að gera athugasemdir við það hvernig réttkjörnir borgarfulltrúar haga sínum málum.
Ef hann telur að borgarfulltrúar eigi að haga gjörðum sínum með öðrum hætti en kosningalög og sveitarstjórnarlög segja fyrir um og haga sér eftir því hversu mörg atkvæði menn hafa nákvæmlega á bakvið sig, á hann að beita sér fyrir því á Alþingi að sveitarstjórnarlögum verði breytt.
Meðan lagaramminn er þessi, ber honum skylda til að virða hann og haga sínum störfum samkvæmt þeim, eða telur hann kannski að ekki hafi verið rétt staðið að síðustu borgarstjórnakosningum?
Ólafur F hefði þá átt að gera þær athugasemdir á réttum stað á réttum tíma.
![]() |
Mótmælir framsóknarvæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |