Flugeldasýning Davíðs er byrjuð

Í svarbréfi sínu til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kemur Davíð Oddsson formaður seðlabankastjórnar sjónarmiðum sínum á framfæri á einföldan og skýran hátt, eins og honum einum er lagið.

Úr hverri setningu má greina það háð og spott sem er vörumerki Davíðs Oddssonar og hans helsta vopn og stjórntæki frá upphafi.

Óskar forsætisráðherra eftir því að hann hætti, þar sem hann sé ekki hagfræðingur, um leið og hagfræðingi er vikið úr ráðuneytisstjórastöðu efnahagsráðuneytisins fyrir lögfræðingi. Með sömu rökum er óskað eftir því að aðrir seðlabankastjórar, sem eru hagfræðingar, óski lausnar. Að formaður bankastjórnarinnar sé ekki hagfræðingur!

Tekur hann til þess að engin dæmi séu tiltekin því til rökstuðnings að bankastjórar Seðlabankans hafi orskað eða aukið á efnahagshrunið. Reyndar hefði maður talið að slík dæmi væru fyrir hendi, en svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki treyst sér til að tiltaka þau.

Er greinilegt að þetta munu ekki verða síðustu orð Davíðs Oddssonar í málinu, enda segir hann

"Margt skýrir þær ófarir sem orðið hafa í efnahagsmálum hér á landi sem annarsstaðar. Mun það síðar verða mjög rætt."

Flugeldasýning Davíðs Oddssonar er bara rétt að byrja...


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband