Fjármálaráðherra hlustar ekki og dæmir svo

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taldi rétt að kynna efnahagstillögur Framsóknarflokksins fyrst fyrir forystumönnum ríkisstjórnarinnar, áður en þær voru kynntar opinberlega. Það hefur greinilega ekkert haft upp á sig, því Steingrímur J Sigfússon hefur ekkert hlustað á röksemdir hans. Við yfirfærslu íbúðalánanna til nýju bankanna voru þau lánasöfn metin á 50% af nafnvirði.

Við yfirfærslu íbúðalánanna frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, myndi hluti af þeirri niðurfærslu ganga beint til lántakenda, almennings í landinu, hinn hlutinn, 30% færi í að mæta niðurfærslu á þeim lánum sem Íbúðalánasjóður hefur sjálfur veitt. Það sem umfram er, myndi svo falla á ríkissjóð.

Ekki 1.200 milljarðar, sem væri heildarniðurfærslan, sem eigendur lánasafnanna hafa þegar afskrifað og líta ekki lengur á sem verðmæti, heldur mun lægri upphæð, af stærðargráðunni 200-300 milljarðar.

Það er ekki traustvekjandi ef fjármálaráðherra þjóðarinnar misskilur hlutina svona hrapalega, hlustar ekki og dæmir svo.

Ef Steingrímur J Sigfússon telur þessar tillögur svona arfaslæmar, væri rétt að hann kæmi fram með einhverjar betri.


mbl.is 20% niðurfærsla 1.200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitamál Birgis

Helsta álitamál Birgis Ármannssonar hlýtur að vera hvort til greina komi að skipa einhvern embættismann sem ekki er Sjálfstæðismaður í 3. lið.

Stjórnarskráin hlýtur að taka á því hvort það sé heimilt og þeir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað í Hæstarétt hljóta allrar náðarsamlegast að geta veitt sitt hlutlausa álit á því hvort það sé heimilt.


mbl.is Þarf að skoða málið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband