Góðar fréttir úr borginni
10.3.2009 | 21:16
Stjórn Reykjavíkurborgar er vin í eyðimörk íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu þessa dagana. Þar er svo sannarlega verið að taka rétt á hlutunum og er ég stoltur af því að vera hluti af þessum meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, en ég er varaformaður umhverfis- og samgönguráðs.
Í aðgerðaráætlun borgarinnar, sem sett var í gang við myndun nýja meirihlutans, var gefin út skýr lína, þar sem grunnþjónusta við íbúa er varin, gjaldskrár yrðu óbreyttar og störf borgarinnar yrðu vernduð, hefur reynst afar framsýnt og gott skref sem hefur gefið stórgóðan árangur, sem íbúar Reykjavíkur munu sjá enn frekar, þegar þeir bera sig saman við íbúa nágrannasveitarfélaganna á komandi ári. Hafa starfsmenn borgarinnar tekið boltann á lofti og unnið stórkostlegt starf, komið með fjölda hugmynda til viðbótar við hugmyndir kjörinna fulltrúa, útfært þær og komið í framkvæmd.
Ábyrg, hallalaus fjárhagsáætlun gerir borgina einnig í stakk búna til að mæta næsta ári, sem samkvæmt spám verður jafnvel enn þyngra.
Fjárframlög til Vinnuskólans, þessarar perlu í þjónustu Reykjavíkurborgar, eru varin, sem er góð forgangsröðun, en þar sem búast má við mikilli fjölgun vinnufúsra handa sem deila þarf laununum á, verður eilítið dregið úr þeirri vinnu sem í boði verður fyrir hvern og einn. En fyrst og fremst er gott að allir komist að sem vilja og mun Vinnuskólinn þar með nýtast sem forvörn fyrir sem flesta unglinga borgarinnar, sem munu læra garðyrkju og fleira nytsamlegt í gegnum heilbrigða vinnu.
![]() |
Allir fá vinnu í vinnuskólanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trúverðug aðgerð
10.3.2009 | 08:01
Þegar fréttin um yfirtöku Straums barst í fyrramorgun brá mér við og fannst hún skrítin, af hverju fjárfestingabanki, sem Seðlabankinn vildi ekki veita þrautavaralán vegna þess hversu lítil innlend starfsemi hans væri, skyldi vera yfirtekinn af íslenska ríkinu.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kom svo strax fram á Alþingi og í fjölmiðlum og útskýrði málið á skiljanlegan og traustan hátt.
Ég er sáttur við hans útskýringar og treysti því að ákvörðunin hafi verið rétt. Þær upplýsingar sem svo eru að berast núna styrkja það traust bara enn frekar.
Þvílíkur munur að hafa svona menn í ríkisstjórn.
![]() |
Íbúðalánasjóður átti milljarða hjá Straumi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkurinn fyrst - þjóðin svo
10.3.2009 | 00:05
Það að Sjálfstæðismenn vilji ljúka þingstörfum nú er með ólíkindum, en eins og Geir H Haarde, formaður flokksins opinberaði svo vel um daginn, þarf Flokkurinn tíma til að halda Landsfund, sýsla í prófkjörum og móta stefnuskrá.
Á meðan á Róm bara að brenna, meðan Neró spilar á sína Sjálfstæðishörpu.
Fussumsvei.
Það sem við þurfum er að koma í gegn raunhæfum aðgerðum til að koma hjólum efnahagslífsins af stað á ný, svo sem fæst heimili þurfi neyðaraðstoð, sem einnig þarf að koma í gegn, með raunhæfum hætti, en ekki svona málþóf og bull.
![]() |
Saka sjálfstæðismenn um málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |