Íhaldið talar með lungunum - ekki hjartanu
20.3.2009 | 19:29
Það má vel vera að einhverjum þyki Sjálfstæðisstefnan sé það sem þessari þjóð sé fyrir bestu og í því ljósi gæti maður haft samúð með því meginsjónarmiði sem endurreisnarskýrsla íhaldsins lýsir.
En í raun er þetta ámátlegt yfirklór þegar litið er til niðurstöðu þeirra prófkjöra sem Sjálfstæðismenn héldu um síðustu helgi.
Allir frjálshyggjupésarnir sem boðuðu óbreytt viðhorf fengu fina kosningu. Lítil sem engin endurnýjun.
Hér eru íhaldsmenn því að tala með lungunum til að reyna að tosa fylgið upp, meðan þau skilaboð sem þeir gáfu með hjartanu í prófkjörunum eru allt önnur.
![]() |
Fólkið brást, ekki stefnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ljós í myrkrinu
20.3.2009 | 10:24
Ég er feginn að sjá að Róbert Wessmann skuli standa undir þeim væntingum sem ég gerði til hans, að hann væri ekki einn af þessum blindu útrásarvíkingum sem fælu sig og sitt í leynifylgsnum.
Hann virðist ætla að starfa áfram á sama grunni og hann gerði áður, sem er jú ótvíræður vitnisburður um að hann hafi verið traustari en margra annarra, svo ekki sé meira sagt.
Ef ekki eru tækifæri til fjárfestinga á Íslandi nú, eru þau aldrei. Vandinn er bara að það er ekkert fjármagn á lausu, en sem betur fer virðist Róbert vera í þeirri stöðu að geta lagt fjármagn í atvinnuuppbyggingu.
Því ber að fagna.
![]() |
Gætu orðið til 300 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |