Torlæsi Seðlabanka og fréttamanna á tillögur Framsóknar
30.3.2009 | 10:38
Það er með ólíkindum hvernig fjallað er um þær einu tillögur sem fram hafa komið til að koma heimilum landsins til aðstoðar, hinar 18 tillögur Framsóknar.
Samfylkingin telur nóg að gert, vill hneppa sem stærstan hluta almennings í skuldafangelsi greiðsluaðlögunar, sem letur fólk fremur en hvetur til að leggja hart að sér við að koma undir sig fótunum og VG komu ekki með neitt í efnahagsmálum á sínum landsfundi.
Sú tillaga sem mesta umfjöllun hefur hlotið, að fella niður 20% íbúðaskulda heimilanna, og jafnsetja þau þar með stöðunni fyrir hrun, var sett fram með einni aukasetningu sem enginn virðist vilja lesa. Tillögur Framsóknar voru nefnilega settar fram með mögulegu hámarki.
Í því sambandi væri í mínum huga eðlilegt að miða við hóflegt húsnæði, sem skv skilgreiningu Íbúðalánasjóðs er um 24 milljónir, sem þýddi 4,8 milljóna hámarksniðurfellingu, 2,4 milljónir á einstakling.
Þess í stað velta fjölmiðlar og nú Seðlabankinn sér eingöngu upp úr þeim hópi sem einmitt fengi ekki fulla niðurfellingu, sökum upphæðar lánanna.
Þetta er ómerkilegur málflutningur og villandi og ekki Seðlabankanum sæmandi.
![]() |
Ójöfn dreifing skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |