Undarleg þversögn í máli Straums Burðaráss

Ef Seðlabankinn neitar Straumi-Burðarási um þrautavaralán vegna þess að starfsemi bankans á Íslandi er svo lítil, af hverju er íslenska ríkið þá að yfirtaka bankann?

Ef ekki stendur til að stofna "Nýja Straum Burðarás" með tilheyrandi eiginfjárskuldbindingum ríkisins, ætti bankinn einfaldlega að vera á leiðinni í hefðbundna gjaldþrotameðferð, sem ekki kostar íslenska ríkið neitt að ráði og þá er mér þannig séð slétt sama, ef vel verður haldið á eignum þrotabúsins og þeim komið á gagnsæjan og heiðarlegan hátt í hendur nýrra eigenda.

Ef ekki er þetta þvílík vitleysa að það hálfa væri nóg og full ástæða til að taka mark á þessum Svía.


mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband