Loksins komin ábyrg stjórn á borgina

Það er alveg með ólíkindum hversu mikil breyting hefur orðið á stjórn borgarinnar síðan núverandi meirihluti tók við. Það er komin stjórn á borgina og verið er að taka á málum af ábyrgð  og festu og skýrum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar er náð í góðri samvinnu starfsmanna borgarinnar og stjórnmálamanna, þar sem grunnþjónustan er varin, gjaldskrár grunnþjónustu eru ekki hækkaðar og störf borgarinnar eru varin.

Hver segir svo að það skipti ekki máli hver sé við stjórnvölinn?

Minnihlutinn reynir eftir fremsta megni að þyrla upp ryki, en þrátt fyrir að búið er að draga úr útgjöldum um 6 milljarða verður minnihlutinn að grípa til útúrsnúninga til að réttlæta það að viðurkenna ekki hversu vel er að verki staðið. Ég ætla Svandísi og Degi það ekki að geta greint á milli fjárfestinga og rekstrar þegar þau bera saman sparnað í rekstri borgarinnar, t.d. í skólamálum og fjárfestingar t.d. í gatnakerfi borgarinnar, sem eru arðbærar um leið og þær halda atvinnuleysi niðri. Þess vegna hlýt ég að dæma þessa gagnrýni sem ómerkilegan útúrsnúning.

9. stundin í dagvistun er ekki grunnþjónusta. Sérstaklega ekki á atvinnuleysistímum, viðbótarkennsla eftir hefðbundinn skóladag ekki heldur, þótt vissulega sé sú þjónusta okkur foreldrum til þæginda.

En línan er skýr, fólk er samtaka í því að vinna saman, sem er afbragðs vitnisburður um stjórn Óskars Bergssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Það er ljós í myrkrinu ef miðað er við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Verktakar fram fyrir skólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalritari Vinstri Grænna opnar hug sinn

Það er áhugavert að sjá hvað fangar athygli vinkonu minnar Sóleyjar Tómasdóttur, ritara VG, þegar hún ákveður að fjalla eilítið um Framsókn á bloggi sínu.

Hún er ekkert upptekin af málefnaáherslum flokksins, tillögum hans til lausna á þeim vanda sem steðja að þjóðinni eða þá glæsilegu frambjóðendur sem prýða lista flokksins.

Nei.

Hún fjallar um hin ýmsu kosningamerki sem flokkurinn hefur notað í gegnum tíðina og hneykslast á því að við skulum voga okkur að vera með mismunandi útlit á kynningarefni flokksins milli kosninga.

Með þessu opinberar hún tvennt.

Áhuginn er á útliti, ekki innihaldi. Eins er hún andstæðingur framþróunar og nýsköpunar.

Sóley gleymir að merki Framsóknar hefur ekkert breyst um langa hríð, en það er kannski fram á of mikið farið að hún haldi því til haga.


Getur ríkisstjórnin enn talað um meinta kreppu?

Það að setja neyðarlög með afbrigðum er vísbending um eitt.

Ástandið er verra en okkur hefur verið sagt hingað til.

Hvað er þá að marka þá fullyrðingu Jóhönnu Sigurðardóttur um að ríkisstjórnin hafi gert nóg fyrir fjölskyldurnar í landinu ef frumvörp hennar verða samþykkt?

Við erum því miður að horfa á raunverulega hættu á algeru kerfishruni vegna aðgerðarleysis minnihlutastjórnar sem stofnað var til með stuðningi Framsóknar með því fyrirheiti að fara ætti í róttækar aðgerðir til að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu.

Ekkert slíkt hefur enn komið fram úr þeim herbúðum og tillögur annarra til að hefur verið tekið fálega, án rökstuðnings, bara útúrsnúningi. Slíkt er ábyrgðarhluti og er Jóhanna fallin af þeim háa stalli sem ég taldi hana vera á.


mbl.is Gjaldeyrisfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband