Íhaldið...

...er á móti öllum þeim breytingumsem kynnu að valda því að tök flokksins og áhrifamanna þeirra á íslensku samfélagi minnkuðu.

Skiptir engu þótt mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni.

Sama hvort mælt er beint eða gegnum fylgistölur þeirra framboða sem vilja breyta stjórnarskránni.

VG og Samfylkingin standa illa í lappirnar í þessu máli, þannig að þessir flokkar svíkja loforð um stjórnlagaþing, sem var eitt skilyrða Framsóknar fyrir að verja minnihlutastjórnina falli, ásamt sviknu loforði um aðgerðir til að koma efnahagslífinu í gang og slá skjaldborg um heimilin.

Framsókn stóð aftur á móti við sitt loforð og hafði frumkvæði að því að koma íhaldinu frá völdum. Ekki hafði Samfylkingin dug í sér til þess. Stólarnir hafa líklegast verið of þægilegir til að hægt væri að taka slíka sénsa.


mbl.is Stjórnarskráin ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG ræðst gegn sjálfstæði sveitarfélaga

Vilji sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er skýr. Hann er sá sami og vilji annarra sveitarfélaga sem koma að Holta- og Hvammsvirkjunum í Þjórsá.

Sveitarstjórnin vill atvinnuuppbyggingu og taka með því þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs.

Ef Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, ræðst í krafti valds síns gegn uppbyggingu í landinu með þeim hætti að neita að skrifa undir aðalskipulag sveitarfélagsins er hún um leið að nema úr gildi skipulag annarra sveitarfélaga sem hafa Holta og Hvammsvirkjanir á sínu aðalskipulagi. Ríkið hlýtur þar með að vera skaðabótaskylt ef hún ræðst með þeim hætti gegn hagsmunum sveitarfélaganna, sem samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett hafa klárlega skipulagsvaldið innan sinna marka.

Þannig er framkvæmdavaldið enn og aftur að ganga á hlut löggjafarvaldsins. Því verður að breyta.

Eygló Harðardóttir hefur staðið mynduglega vörð um hagsmuni þjóðarinnar og íbúa kjördæmis síns í þessu máli og ber heiður og þökk fyrir.


mbl.is Kolbrún á fund vegna skipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband