Hræsni VG
19.4.2009 | 09:23
"Fyrir síðustu kosningar var þannig ausið úr ríkissjóði loforðum og skuldbindingum, jafnvel til margra ára fram í tímann. Ég hygg að vikan fyrir 12. maí síðastliðinn eigi eftir að reynast sú dýrasta á öllu liðnu kjörtímabili þegar allt verður talið. Þingflokkur Vinstri grænna hefur einmitt óskað eftir því að allt þar verði talið. Við höfum óskað eftir skýrslu um kosningavíxlana og ég vænti þess að þegar hún hefur litið dagsins ljós þá verði hún tekin hér til umræðu."
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi 11. október 2007.
![]() |
Breytingar á búvörusamningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur J stöðvar græna stóriðju á Íslandi
19.4.2009 | 09:15
Orð og gjörðir Vinstri grænna fara ekki saman.
Við setningu raforkulaga bjuggu Framsóknarráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson svo um hnútana að garðyrkjubændum yrði bætt sú raforkuverðshækkun sem af lögunum hlaust.
Þá leiðréttingu afnám Sjálfstæðismaðurinn Einar K Guðfinnsson einhliða í sinni valdatíð.
Nú hafði Steingrímur J Sigfússon, sem er bæði fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra, gott tækifæri til að afturkalla þann ósómagjörning íhaldsins.
Það gerði hann ekki og nú hefur ríkið meiri tekur af hverri kílóvattsstund til garðyrkjubænda en íslenskra heimila, annarra stórnotenda og stóriðju.
Steingrímur J er með þessari aðgerð að kippa fótunum undan rekstrargrundvelli ylræktar í landinu.
Held að vinstri grænum væri rétt að hætta að tala um eflingu garðyrkju í sínum málflutningi meðan þeir ástunda svona skemmdarverk á íslensku atvinnulífi.
![]() |
Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |