Íhaldið á móti breytingum
2.4.2009 | 13:33
Þegar Ísland fékk fyrsta ráðherrann, íhaldsmanninn Hannes Hafstein, árið 1904 fluttist framkvæmdavaldið úr höllum Kaupmannahafnar í heldur íburðarminni húsakynni í Reykjavík.
Valdið fór aldrei lengra. Almenningur hefur síðan þá þurft að leita til Reykjavíkur í stað Kaupmannahafnar, sem er að vísu styttra í burtu, en sjálfsákvörðunarrétturinn er eftir sem áður jafn lítill fyrir almenning.
Þrátt fyrir fullveldið 1918 og stofnun lýðveldisins 1944 hefur stjórnarskrá Danmerkur frá 1874 ekki breyst í neinum meginatriðum, meðan að Danir hafa breytt sinni stjórnarskrá verulega í átt til aukins lýðræðis. Sjálfstæðismenn hafa ætíð séð til þess að þær stjórnarskrárnefndir sem skipaðar hafa verið hafi ekki komist að neinum niðurstöðum um breytingar, nema á smávægilegum tækniatriðum og atriðum sem í raun var skylda að taka upp vegna alþjóðasáttmála.
Það er Sjálfstæðismönnum nefnilega þóknanlegt að hafa óbreytta þá valdstjórn framkvæmdavaldsins og óbreytt fyrirkomulag dómstóla sem þeir hafa skipað í síðustu áratugi og því berjast þeir með oddi og egg gegn öllum breytingum á stjórnarskránni, því það er ógnun við þá valdastöðu sem íhaldsmenn fengu í formi þeirrar embættismannastéttar sem komið var á fót í upphafi síðustu aldar.
Það er í því ljósi sem horfa verður á málflutnings íhaldsins í þessu máli.
![]() |
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |