Fæðuöryggi takk
26.4.2009 | 11:52
Þetta gætu verið verri fréttir en bankahrunið.
Svín eru mjög lík mannskepnunni, þannig að nú þarf veiran líklegast lítið að breytast til að þetta verði að heimsfaraldri inflúensu sem smitast beint milli manna.
Þá er eins gott að við í Framsókn höfum staðið vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og búið sé að gera viðbragðsáætlun fyrir Ísland.
![]() |
81 látinn úr svínaflensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kemur jafnréttið af sjálfu sér?
26.4.2009 | 10:43
Fyrir síðustu alþingiskosningar sat ég í þverpólitískum starfshópi til að fjölga konum á Alþingi.
Við skrifuðum stjórnmálaflokkunum bréf, stóðum fyrir fundum og útbjuggum jafnréttisvog framboðslistanna, sem Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa nýttu ekki fyrir þessar kosningar þrátt fyrir áminningu mína þar um.
Fyrir þar síðust alþingiskosningar var enn meira átak í gangi.
En nú, þegar ekkert er gert, er árangurinn bestur!!!
Auðvitað er ég að grínast, en er það best fyrir jafnréttið að láta það koma af sjálfu sér og láta almenning og tíðarandann sjá sjálfan um það og málið snúist um að hafa áhrif á tíðarandann öðru fremur?
![]() |
Aldrei fleiri konur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)