Er stjórnin strax sprungin?

Til að tillaga geti talist stjórnarfrumvarp, hlýtur maður að ætla að þingflokkar stjórnarflokkanna þurfi að samþykkja hana.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lýsti stækri andstöðu sinni við ESB umræður í gær. Hún er líklegast að enduróma umræðurnar af flokksstjórnarfundi VG, sem samþykkti plagg sem forsætisráðherra nefnir ekki sem stjórnarsáttmála, heldur stefnuyfirlýsingu. Það er sem sagt ekki bindandi plagg eða hvað?

En hvernig getur þingflokksformaður sem hefur svona afdráttarlausa skoðun hleypt máli sem hún hefur talað gegn með jafn afgerandi hætti og hún gerði í gær?

Ályktun um aðildarviðræður við ESB getur aldrei orðið annað en þingmannamál úr þessu.

Ætlar Samfylkingin að sitja í stjórn þar sem annar stjórnarflokkanna talar ákaft gegn eigin stefnuyfirlýsingu?

Hvað ætli verði næst?


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband