Nóg að gert í meintri kreppu

Jóhanna Sigurðardóttir:

"Ég held að úrræðin sem við höfum þegar gripið til komi til með að duga en menn verða að hafa í huga að ýmsar aðgerðir hafa ekki ennþá komið að fullu til framkvæmda, svo sem hækkun á vaxtabótum og greiðsluaðlögunin"

... það var og

18.000 atvinnulausir, 100 fyrirtæki fara í þrot í hverjum mánuði, bankarnir þurrir, fyrirtækin fá ekki rekstrarfé og ekkert virðist bóla á því, og Jóhanna vogar sér að halda þessu fram. Þetta er ekki nóg!

Helsta gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, S og VG á leiðréttingu höfuðstóls íbúðalána er sú að hún gæti komið einhverjum vel sem ekki færi annars í þrot.

Hvernig ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja að einhverjir fái vaxtabætur, sem ekki þurfi nauðsynlega á þeim að halda?

Vill hún að meirihluti þjóðarinnar fari í greiðsluþrot?


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband