Furðuleg staða

Ég er ánægður með að Seðlabankinn skuli hafa milligöngu um að minnka krónubréfavandann með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum að kaupa krónubréf gegn greiðslu í erlendum tekjum.

Þetta er sorglegur vitnisburður um aðgerðarleysi og dugleysi ríkisstjórnarinnar, það þetta skuli virkilega vera eini fjármögnunarmöguleiki fyrirtækjanna í dag, meðan bankarnir eru algerlega þurrir og eru alls ekki að sinna fyrirtækjum landsins.

Eðlilegra hefði verið að Seðlabankinn hefði úthlutað þessu verkefni til viðskiptabankanna, enda ættu þeir að þekkja forsendur fyrirtækjanna mun betur en Seðlabankinn, en því miður virðist Seðlabankinn ekki meta bankana hæfa til þess.

Hvert ætli sé þá mat erlendra kröfuhafa til bankanna fyrst Seðlabankinn metur þá svona?


mbl.is Seðlabankinn vill samstarf við fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband