Aukaskattur ofaná jaðarskatt

Ef þessi 8% aukaskattur væri það eina sem ríkisstjórnin myndi leggja á laun þeirra sem hafa aflað sér menntunar og eru að greiða 8% aukaskatt í formi afborgana LÍN, gæti maður kannski ekki kvartað mikið.

En þegar maður fær véfréttir af því að til standi að tekjutengja nánast öll gjöld og bætur, fara jaðarskattaáhrifin hjá þessum hópi, sem eru aukinheldur að berjast í húsnæðislánum og barneignum, að vera svo mikil að það blasir við það borgi sig ekki að fara í langskólanám, heldur fara strax að vinna, þótt launin um hver mánaðarmót verði lægri.

Lífslaunin verða mikið hærri og koma fyrr.

Er það sú þróun sem vinstristjórnin vill sjá?


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband