Sannleikanum er hver sárreiðastur
16.6.2009 | 21:19
Til sumarþings var boðað til að ræða þau brýnu mál sem leysa þarf úr í kjölfar bankahrunsins, endurfjármögnun þeirra, Icesave, ríkisfjármálin og fleira í þeim dúr.
Þess í stað er fjallað um strandveiðar, listamannalaun og þess háttar. Örugglega góð mál, en þau mega alveg bíða haustsins.
Forsætisráðherra hefur gefið út að þingið eigi að ljúka störfum 1. júlí, sem þýðir að hún ætlast til þess að þingmenn taki afstöðu til eins stærsta hagsmunamáls íslensku þjóðarinnar undir mikilli tímapressu. Stórt og flókið mál sem hefur ekki enn verið lagt fyrir og engin gögn liggja fyrir um.
Þessi vinnubrögð eru skrumskæling á lýðræðinu, til skammar og á það var Sigmundur Davíð að minna Ástu Ragnheiði á, sem skammaðist sín greinilega og brást við með því að spila forsetakonsert á bjölluna til að stöðva umræðuna sem var henni óþægileg, enda greinilega í vasa framkvæmdavaldsins.
Sannleikanum er hún greinilega sárreiðust.
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað með tekjustofnana?
16.6.2009 | 18:21
Alveg eins og það er skammgóður vermir að éta útsæðið, þýðir lítið að hækka skattprósentuna, ef skattstofnunum er ekki sinnt.
Verulegar fjármagnstekjur verða örugglega sjaldgæfar næstu árin og sömuleiðis hátekjur.
Það skilar nefnilega mikið meira að breikka skattstofnana heldur en að blóðmjólka þá. Það endar bara með flótta þeirra úr landi eða í svart hagkerfi.
Þess vegna verður að byrja á réttum enda, að stöðva frekara hrun efnahagslífsins og hefja enduruppbyggingu þess.
Fyrsta skrefið er að koma bönkunum í gang, þannig að þeir geti farið að sinna fjölskyldum og fyrirtækjum.
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |