Eru margar litlar ríkisstofnanir lausnin?

Það er eins og núverandi ríkisstjórni hafi ákveðið að allt það sem var rétt fyrir hrun skuli vera rangt í dag.

Að stofna enn eina örstofnunina, sem samt þarf að hafa alla umgjörð bókhalds, launaumsýslu, bréfsefni, tölvukerfi og svo framvegis og framvegis, virðist núna vera lausnin á öllum málum.

Það er algerlega nauðsynlegt að ríkisstofnanir séu nægjanlega stórar til að þær geti virkað sem vinnustaður í öllum skilningi.

Annars verða þær bara steintröll.

Væri ekki betra að afhenda amk 2 af þessum 3 bönkum til eigenda sinna, kröfuhafanna og fela bankastjórn þess sem yrði áfram í ríkiseigu að sinna þessu hlutverki í samvinnu við FME og Seðlabankanna?


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband