Þjóðaratkvæði með fótunum

Við erum í þessari stöðu vegna siðleysis örfárra einstaklinga og gallaðra reglna sem við settum ekki einu sinni sjálf, heldur ESB og við urðum að taka upp vegna EES samningsins.

Ef Alþingsmenn okkar Íslendinga samþykkja að leggja Icesavebyrðarnar á íslensku þjóðina, án þess að hún hafi stofnað til þeirra sjálf, án þess að til þess standi þjóðréttarleg skuldbinding, þar sem Íslendingar stóðu við EES-kröfurnar um að stofna innistæðutryggingasjóð, án þess að láta reyna á réttmæti krafna breta og hollendinga fyrir dómstólum, enda munu neyðarlögin sem þeir vísa til í sínum rökstuðningi ekki standast málsóknir og hafa þegar verið dæmd ólög einu sinni og án þess að á hreinu sé hvort eignir Landsbankans fáist til greiðslu krafnanna og án þess að greiðslan sé á viðunandi kjörum mun fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem þjóðin mun kjósa með fótunum.

Talning mun fara fram hjá skipafélögunum, þar sem búslóðunum verður skipað út.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband