Ræður Ísland við 50 milljarða aukaskuldaklafa?

Ef maður tekur tillit til þessara 50 milljarða sem ganga strax inn á höfuðstólinn og reiknar með að sala eigna Landsbankans á Bretlandseyjum gangi samkvæmt áætlun og fari fram 2012 til 2014, verða eftirstöðvarnar þegar afborganirnar hefjast 2012 um 320 milljarðar, enda leggjast rúmlega 200 milljarða vextir við höfuðstól lánsins á þeim tíma.

Þannig að til að greiða lánið niður með jöfnum afborgunum þarf að greiða 50 milljarða á ári til breta í 8 ár.

Þessar afborganir eru um 10% af útgjöldum ríkisins, fyrir niðurskurð.

Þá á eftir að greiða til baka önnur þau lán sem ríkið þarf að taka og verið er að útvega frá nágrannaþjóðum okkar.

Getum við staðið við þessar skuldbindingar?

Hvað verður um velferðarkerfið?

Væri ekki best að horfast strax í augu við raunveruleikann og sleppa því að pynta þjóðina meðan fólk áttar sig á staðreyndum málsins?


mbl.is 50 milljarðar á reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband