Landráð á að kæra

Það að trúnaðargögn um eitt mesta hagsmunamál Íslendinga nokkurntíma skuli hafa lekið til fjölmiðla og birting þeirra á þeim getur varla verið annað en landráð.

Spunameistarar Samfylkingarinnar reyndu að kenna Framsóknarmönnum um lekann, og voru fjölmiðlar fullir af þeim ásökunum, en þeir skutu sig illilega í fótinn, enda það plagg sem lekið var ekki samhljóða því eina eintaki sem afhent var Höskuldi Þórhallssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd.

Það eintak var ekki fjölfaldað.

Eftir standa hinir fjárlaganefndarmennirnir og í raun 54 þingmenn á þingi í hópi grunaðra.

Líklegast hefur stjórnarandstaðan öll fengið samhljóða eintak, þannig að það fækkar í hópi grunaðra niður í 14 þingmenn Vinstri Grænna og 20 þingmenn Samfylkingarinnar.

Fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd, þau Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Oddný Harðardóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson verða að svara því hvernig þau fóru með þau eintök sem þeim var trúað fyrir. Voru þau ljósrituð og dreift til annarra samflokksmanna á þingi?

Það eina sem hægt er að gera er að kæra málið til lögreglu sem hefji opinbera rannsókn á málinu, þannig að fjöldi saklausra alþingismanna sitji ekki undir grun um að hafa framið landráð, en í dag eru það bara þingmenn Framsóknarflokksins sem eru algerlega lausir undan þeim vonda grun.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband