Af kratísku réttlæti

Einu sinni voru tvíburar, Gunni og Stebbi. Þeir höfðu lært það sama en unnu hjá sitt hvoru fyrirtækinu, höfðu báðir það sama í laun sem og konur þeirra.

Báðir höfðu keypt bíla og íbúðir og tóku lán, jafnhá, sem þeir áttu auðvelt með að greiða af fyrir hrun. Eftir hrun tvöfaldaðist greiðslubyrðin hjá þeim báðum, en með aðhaldi náðu báðir að standa í skilum.

Því miður fór fyrirtæki Gunna í þrot og hann missti vinnuna. Hann sá ekki fram á að geta staðið í skilum, sótti um greiðsluaðlögun og fékk niðurfellingu hluta skulda sinna, enda atvinnulaus og uppfyllti skilyrði stjórnvalda fyrir greiðsluaðlögun.

Stuttu síðar ræddi Stebbi við vinnuveitanda sinn og í framhaldinu var Gunna boðin vinna á sömu launum og hann var á áður.

Hvaða réttlæti er í þeirri stöðu sem þeir tvíburabræðurnir eru komnir í?

Á Stebbi greyið að halda áfram að puða og borga allt upp í topp, skatta sem lán, vegna þess að hann er ekki kominn í vanskil.

Ætti Gunni að fá endurálögð lán sín ef hann fer aftur að vinna?

Á Stebbi að horfa upp á að Gunni hafi mun lægri greiðslubyrði en sömu laun og hann?

Ef Gunni ætti það á hættu að fá lánin endurálögð eða að annarskonar greiðsluaðlögun gengi til baka, af hverju ætti hann að fara að vinna, ef það kostaði hann stórfé að fara að fá aftur tekjur?

Það er lítið réttlæti í því - en víst það sem kölluð er jafnaðarmennska - kratismi - sem Árni Páll Árnason og Samfylkingin berjast fyrir.


mbl.is Höfuðstóll lána verði lækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband