Hvernig verða bankainnistæður Íslendinga tryggðar eftir Icesave?

Eftiir að Alþingi hefur samþykkt Icesave-nauðasamningana, er búið að setja tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta á hausinn. Hann getur engan vegin staðið undir sínum skuldbindingum og því munu bretar og hollendingar lána honum fé á háum vöxtum, og er hluti lánstímans með ríkisábyrgð.

En hvernig er staða innistæðueigenda í íslensku bönkunum eftir þetta?

Er einhver innistæðutrygging til staðar fyrir þá?

Hollendingar og bretar hafa allan forgang í eigur sjóðsins svo ef einhver íslenskur banki fer yfirum, hljóta þeir sem eiga innistæður í þeim banka að missa allt sitt.

Verður kannski stofnaður hliðarsjóður, þannig að ríkið haldi áfram kennitöluflakki sínu?


Bloggfærslur 30. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband