Vandmeðfarin bankaleynd
5.8.2009 | 13:02
Eins og mér þykir nauðsynlegt að upplýsingar um hinar að því er virðist siðlausu lánveitingar komi fram, verður samt sem áður að ríkja sá trúnaður sem nauðsynlegur er í bankaviðskiptum, til að þau geti farið fram á sem heilbrigðastan hátt.
Hver vill til dæmis leggja fram allar sínar viðskiptaáætlanir og rekstrarforsendur til banka sem lekur þeim strax þannig að allir keppinautar geta lesið þína stöðu og verðlagt sig miðað við hana, hækkað þannig sína álagningu, eða bolað þér af markaði?
Hið rétta ferli í þessu máli er að láta rannsóknarnefndir yfirfara lánabækur og önnur gögn hinna föllnu banka og birta það sem birta ber, eins og til dæmis þær upplýsingar sem fjallað hefur verið um.
En það er alveg ljóst að eftirlit með lánveitingum og starfsemi bankastofnanna sem eru á markaði þarf að vera með öðrum hætti, það hefur dýrkeypt reynslan kennt okkur, en trúnað við viðskiptavini verður einnig að virða - svo lengi sem allt er innan skynsamlegra marka - við megum ekki láta nornaveiðarnar ná algerlega tökum á okkur - þótt einhverjir hafi greinilega framið dýr og ósiðleg brot.
![]() |
Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |