Pólitískur hráskinnaleikur Steingríms Joð vegna sölu HS orku
1.9.2009 | 10:18
Fyrir liggur að Orkuveita Reykjavíkur verður að selja sinn hlut í HS orku. Farið var í langt og opið útboðsferli, þar sem allir höfðu jafna möguleika á aðkomu. Líka ríkið, dótturfélög þess, lífeyrissjóðir og aðrir.
Þegar fyrir lá að tilboð Magma væri hagstæðast, óskaði fjármálaráðherra, Steingrímur J Sigfússon eftir viðbótarfresti til að kanna það hvort ríkið gæti gengið inn í þessa samninga.
Var sá frestur veittur.
Á þeim tíma kom ekkert fram sem hönd var á festandi og því stóð stjórn OR í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli þess að taka hagstæðu tilboði Magma og uppfylla með því lagaskyldur sínar eða hafna því og bíða eftir því að ríkið myndi hugsanlega á einhvern hátt, einhverntíma koma með tilboð sem ekkert væri öruggt að væri vita nærri eins hagstætt og það sem Magma kom með og sitja uppi algerlega í lausu lofti gagnvart lagaskyldum sínum.
Auðvitað getur Steingrímur J ekki beitt bönkunum eins og hann reyndi að setja í loftið í gær,. Hver veit hver á þá á morgun? Líklegast verða það erlendir aðilar, ekki á að skilyrða sölu þeirra til íslenskra aðila býst ég við, þannig að aðkoma þeirra er ekki líkleg og þá eru lífeyrissjóðirnir og ríkið sjálft ein eftir.
Lífeyrissjóðirnir máttu bjóða í hlutinn meðan útboðsferlið var í gangi og væri það gróft brot á útboðinu að fara að handvelja þá inn núna.
Steingrímur J veit sem er að það er vita vonlaust fyrir ríkið að leggja pening í svona verkefni núna, hver ætti að lána ríkinu fyrir slíkum fjárfestingum, auk þess sem hann hefur ekki stuðning Samfylkingarinnar í sinni vegferð, en fulltrúar hennar, þar á meðal iðnaðarráðherra hafa sagt málið allt hið besta.
Steingrímur J hefur einfaldlega mislesið eigin flokk og er að reyna að ganga í augun á honum með ómerkilegum hráskinnaleik, sem er honum til mikillar minnkunar.
Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akraness í stjórn OR orðar þetta afar vel þegar hann bókaði á fundinum í gær:
"Ég er sammála því orkufyrirtæki á Íslandi eigi að vera í eigu íslenskra aðila, en það sé ekki verkefni Orkuveitunnar að sjá til þess. Sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku er nauðsynleg lagalega og góð fjárhagslega fyrir rekstur Orkuveitunnar"
![]() |
Vilja hlut Geysis Green |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |