Það er magnað að ríkisstjórnin segir að aðgerðir til bjargar heimilunum megi ekki kosta neitt.
Aftur á móti má hafa tvo starfsmenn fyrir þingflokk VG, Drífu Snædal, en auk þess virðist ritstjóri Smugunnar, hins "óháða vefrits" VG, Björg Eva Erlendsdóttir, vera á launaskrá Alþingis, skv vef þingsins.
Þetta er til viðbótar öllum aðstoðarmönnum ráðherranna, þar af er fjármálaráðherrann með 3 aðstoðarmenn, Indriða H Þorláks, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Elías Jón Guðjónsson, sem einnig er einn ritstjóra Smugunnar.
Allir eiga að vera jafnir, en sumir eru greinilega jafnari og skattgreiðendur eru settir í að greiða VG mönnum laun auk þess sem málefnastarf flokksins er einnig greitt úr ríkissjóði ...
Uppfærsla 19.9.2009
Mér hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Björgu Evu
"Björg Eva Erlendsdóttir er hvorki á launaskrá hjá Alþingi né hjá Vinstri grænum á Íslandi. Björg Eva er framkvæmdastjóri samstarfs grænna vinstri sósíalista flokkahópa á Norðurlöndum, en þeir eru átta talsins og Vinstri græn eru einn þeirra flokka. Starfið var auglýst á Norðurlöndum, en áður var í því Dani, sem starfaði á danska þinginu. Björg Eva starfar í tengslum við það íslenska, samkvæmt samningi við VG og norræna systurflokka. Loks má þess geta að vefritið Smugan er lokað í september og Björg Eva ekki þar á launaskrá. "
Það er samt furðulegt að Alþingi sé að leggja henni til starfsaðstöðu og listi hana upp sem starfsmann Alþingis, ef svo er ekki.
![]() |
Segja heimilin ekki geta meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2009 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)