Aðgerðir til bjargar heimilunum mega ekkert kosta en Alþingi getur styrkt VG

Það er magnað að ríkisstjórnin segir að aðgerðir til bjargar heimilunum megi ekki kosta neitt.

Aftur á móti má hafa tvo starfsmenn fyrir þingflokk VG, Drífu Snædal, en auk þess virðist ritstjóri Smugunnar, hins "óháða vefrits" VG, Björg Eva Erlendsdóttir, vera á launaskrá Alþingis, skv vef þingsins.

Þetta er til viðbótar öllum aðstoðarmönnum ráðherranna, þar af er fjármálaráðherrann með 3 aðstoðarmenn, Indriða H Þorláks, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Elías Jón Guðjónsson, sem einnig er einn ritstjóra Smugunnar.

Allir eiga að vera jafnir, en sumir eru greinilega jafnari og skattgreiðendur eru settir í að greiða VG mönnum laun auk þess sem málefnastarf flokksins er einnig greitt úr ríkissjóði ...

Uppfærsla 19.9.2009

Mér hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Björgu Evu

"Björg Eva Erlendsdóttir er hvorki á launaskrá hjá Alþingi né hjá Vinstri grænum á Íslandi. Björg Eva er framkvæmdastjóri samstarfs  grænna vinstri sósíalista flokkahópa á Norðurlöndum, en þeir eru átta talsins og Vinstri græn eru einn þeirra flokka.  Starfið var auglýst á Norðurlöndum, en áður var í því Dani, sem starfaði á danska þinginu. Björg Eva starfar í tengslum við það íslenska, samkvæmt samningi við VG og norræna systurflokka. Loks má þess geta að vefritið Smugan er lokað í september og Björg Eva ekki þar á launaskrá. "

Það er samt furðulegt að Alþingi sé að leggja henni til starfsaðstöðu og listi hana upp sem starfsmann Alþingis, ef svo er ekki.


mbl.is Segja heimilin ekki geta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband