Stöð 2 ginnt og göbbuð

Ég er algerlega orðlaus yfir því hvernig fréttastofa Stöðvar 2 lætur draga sig gagnrýnislaust og þekkingarsnautt á asnaeyrunum í umfjöllun sinni um greiðslur Landsvirkjunnar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps í tengslum við skipulagsvinnu virkjana innan sveitarfélagsins.

Fréttamenn með minnsta snefil af þekkingu eiga að vita að þegar sótt er um leyfi hjá hinu opinbera er meginreglan að greitt sé fyrir þann kostnað sem umfjöllun um þau leyfi krefst. Oftast er gefin út gjaldskrá þar sem reynt er að finna meðalverð, sem tekur mið af umfangi starfseminnar sem mælikvarða um þann kostnað sem leggja þarf í við úrvinnslu umsóknarinnar. 

Sem dæmi má nefna mengandi starfsemi þar sem heilbrigðisnefndum eða Umhverfisstofnun er greitt starfsleyfisgjald fyrir að gefa út starfsleyfi, húsbyggingar og aðrar framkvæmdir, þar sem byggingarfulltrúa er greitt byggingarleyfisgjald fyrir að gefa út framkvæmdaleyfi, skemmtanahald, þar sem sýslumanni er greitt skemmtanagjald fyrir að gefa út skemmtanaleyfi, vínveitingaleyfi og hvað þau heita öll.

Þegar málin eru sérstök og falla ekki innan ramma gjaldskráa er eðlilegt að áfallinn kostnaður sé greiddur samkvæmt reikningi.

Það á við um umfjöllun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um skipulag virkjanna í sveitarfélaginu. Nefndarmenn fá greitt fyrir sína fundarsetu og sveitarfélagið innheimtir áfallinn kostnað, þ.á.m launakostnað, ferðakostnað og sérfræðikostnað.

Að Stöð 2, Álfheiður Ingadóttir og Árni Finnsson skuli láta fyrrverandi sveitarstjóra, sem látinn var fara frá sveitarfélaginu, ginna sig og gabba með þessum hætti til að dylgja heiðvirða sveitarstjórnarmenn um mútuþægni er öllum þessum aðilum til skammar og ber þeim að biðja viðkomandi afsökunar á orðum sínum.

Uppfært 00:40:

Eins og sést í athugasemdum við þessa færslu, var það ekki sveitarstjórinn fyrrverandi sem hafði frumkvæði að þessari frétt stöðvar 2, heldur fór Alþingismaðurinn og lögmaðurinn Atli Gíslason, þingmaður Suðurkjördæmis, með þessa frámunalegu vitleysu í loftið í athugasemd á bloggsíðu sveitarstjórans fyrrverandi, en sveitarstjórinn staðfestir vitleysuna reyndar ranglega í svari til Atla.

Svona málflutning eiga þingmenn VG og stöð 2 að svara fyrir, þetta er tilraun til mannorðsmorðs.


Forsetinn opinberar sig og fer rangt með í leiðinni

Þær sömu ástæður sem forsetinn notaði sem röksemd fyrir því að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin eru uppi í dag.

Það að hann undirriti lögin um Icesaveábyrgðina, sem hann á auðvitað að gera, opinberar að það var ekki á þeim forsendum sem forsetinn neitaði undirskrift fjölmiðlalaganna á sínum tíma, heldur öðrum. Það hentaði ekki þeirri auðmannahirð sem hann vann mest með og mærði hvað mest.

Svo fer forsetinn rangt með í yfirlýsingu sinni, þegar hann segir að fyrirvararnir hafi verið unnir í samvinnu fjögurra flokka á Alþingi. Þeir voru unnir í samvinnu allra fimm flokka sem sæti eiga á Alþingi, þótt ekki hafi allir flokkar stutt hina endanlegu niðurstöðu. Framsókn vildi styrkja fyrirvarana enn frekar og gat því ekki stutt frumvarpið við lokaafgreiðslu þess.

Það er miður að forsetinn fari ekki rétt með og ber honum að leiðrétta yfirlýsingu sína.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband