Er Steingrímur J orðinn formaður Samfylkingarinnar?

-eða er VG formlega gengin í Samfylkinguna?

Annað hvort hlýtur það að vera.

Allt samstarf Framsóknar og íhaldsins voru aldrei haldnir sameiginlegir þingflokksfundir, enda um tvo flokka að ræða sem hafa ólíkar stefnur og áherslur.

Svo virðist ekki vera um núverandi stjórnarflokka. Þeir virðast runnir saman, með Steingrím J sem formann, farnir að halda sameiginlega þingflokksfundi, nema að tilgangur fundahaldanna sé að fara yfir spunahandritið fyrir framhaldið.

Spuni sem hófst þegar þingnefndum var gefin munnleg skýrsla, sem var mismunandi eftir þingnefndum og þingmenn stjórnarandstöðunnar sakaðir um trúnaðarbrest og leka, jafnvel þótt fréttaflutningur af viðbrögðum breta og hollendinga hefði hafist áður en nokkur stjórnarandstöðuþingmaður hafði fengið af þeim neinar upplýsingar, en fréttaflutningurinn hófst eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar, sem hófst kl 14, en stjórnarandstaðan var fyrst upplýst seinnipartinn.

Þessi uppspuni er svo líklegast ætlaður ríkisstjórninni sem tylliástæða fyrir því að hafa ekkert samráð við stjórnarandstöðuna í framhaldi Icesavemálsins, minnug þess að stjórnarandstaðan náði meirihluta á Alþingi síðast....


mbl.is Fjármálaráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband