Skýrra skilaboða þörf

Ef ég væri erlendur fjárfestir er ég hræddur um að vera afar ringlaður á því hvernig stjórn væri við völd á Íslandi.

Búið væri að kynna fyrir mér stöðugleikasáttmála allra aðila, þar sem gefin voru fyrirheit um að framkvæmdum yrði flýtt og búið yrði í haginn fyrir fjárfestingu, ég væri boðinn velkominn.

Hins vegar rynnu á mig tvær grímur við þennan úrskurð umhverfisráðherra, þar sem ráðherra beitir ítrustu heimildum til að tefja mál þegar þau eru komin á lokastig, sem eru ekkert annað en skilaboð um að ég væri ekki velkominn í fjárfestingar.

Ef ég ætti að setja stórar fjárhæðir í fjárfestingu, er ég hræddur um að ég þyrði ekki að veðja á Ísland eftir þessi misvísandi skilaboð.

Að minnsta kosti meðan þessir flokkar eru í ríkisstjórn...


mbl.is Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband