Léleg afsökun fyrir aðgerðarleysi

Það er engin ástæða fyrir Steingrím J Sigfússon að taka öll önnur framfaramál í gíslingu Icesavemálsins, þegar hann segir að "Leiða þurfi Icesave-málið til farsælla lykta svo taka megi á öðrum brýnum verkefnum sem fyrir liggja."

Það er vel hægt að vinna að öðrum málum samtímis, t.d. að slá skjaldborg um heimilin í landinu og vinna að endurgerð regluverksins í fjármála- og viðskiptalífinu.

Þetta viðhorf getur ekki verið vitnisburður um annað en að Jóhanna og Steingrímur treysti engum samráðherra sinna og vilji ekki að þau geri neitt á meðan þau eru upptekin við þau mál sem þeim eru hugleikin.

Þetta er ekkert annað en léleg afsökun fyrir aðgerðarleysi.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband