VG ályktar milli línanna

Það að menn telji ástæðu til að taka það fram að flokksráð styðji þá ríkisstjórn sem flokkurinn situr sjálfur í segir meira en mörg orð um þann klofning sem virðist vera innan VG.

Þetta er sama samkoma og samþykkti ríkisstjórnarþátttöku flokksins með Samfylkingunni.

Maður hefði haldið að sú samþykkt gilti meðan hún væri ekki felld úr gildi, en það að menn telji nauðsynlegt að álykta sérstaklega um það er til marks um það að það er talsverður hópur innan VG sem er á móti því samstarfi og líklegast ríkisstjórnarþátttöku yfirhöfuð.

Enda erfitt að þurfa að bera ábyrgð á nokkrum hlut.

Nema verið sé að senda Samfylkingunni skilaboð um að hún geti ekki hagað sér að vild...


mbl.is Flokksráð VG styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband