Forsætisráðuneytið lekur

Ef hægt væri að senda góðan þakviðgerðamanni eða pípara til að laga lekann í forsætisráðuneytinu væri það gott, en þegar trúnaðargögnum eins og samskipti æðstu ráðamanna þjóðarinnar hljóta að vera, er lekið eins og raun ber vitni er komin upp grafalvarleg staða og duga engar venjulegar þéttingar þar.

Þessi vinnubrögð spuna hjá Jóhönnu og skósveinum hennar, þeim Einari Karli og Hrannari eru þjóðinni stórskaðleg, enda virða þau engin mörk og gildir eiðsvarin trúnaðaryfirlýsing þeirra þá engu. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið í þeirra augum.

Reyndar á ég erfitt með að sjá annan tilgang í þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og skósveina hennar en að láta gremju sína í ljós.

Ákvörðun forsetans verður ekki afturkölluð og væri þeim hollara að fara að bregðast frekar við henni eins og þau eru ráðin til að gera.

Eins og Steingrímur J gerði ágætlega í viðtali við Channel 4 í gærkvöldi. Það þarf meira af svona vinnubrögðum.


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG að brotna undan álaginu?

Það er alger vitleysa að halda því fram að ríkisstjórnin sé umboðslaus og eigi ekki að vera annað en starfsstjórn.

Það er einfaldlega tilraun til afsökunar á aðgerðarleysi hjá Vinstri-græningjanum Birni Val Gíslasyni að halda því fram.

Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra, eftir að forseti landsins veitti henni umboð til stjórnarmyndunar og nýtur ríkisstjórnin stuðnings meirihluta Alþingis.

Það að eitt frumvarp til laga sem Alþingi hefur samþykkt sé sent í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur ekkert með það mál að gera.

Menn verða að skilja að þjóðaratkvæðagreiðsla er einfaldlega lýðræðisleg aðferð við að taka tiltekna ákvörðun.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru að valda óþarfa óstöðugleika í stjórn landsins með svona yfirlýsingum og eru í rauninni að taka valdið af þjóðinni með því að blanda lífi ríkisstjórnarinnar í spurninguna um það hvort gefa eigi eftir fyrirvarana frá því í sumar.


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegur misskilningur Samfylkingarinnar á lýðræðinu

Ríkisstjórnin virðist ætla að halda áfram að beita því eina vopni sem hún hefur beitt í sinni valdatíð á sína eigin þingmenn, stjórnarandstöðuna og nú þjóðina.

Hótunum.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur ítrekað hótað afsögn ríkisstjórnarinnar við hin og þessi tilefni í stað málefnalegar umræðu, en aldrei hefur orðið af efndum þeirra, enda yfirleitt tóm endaleysa.

Nú kemur Þórunn Sveinbjarnardóttir og endurtekur þennan leik og hótar afsögn ríkisstjórnarinnar verði Icesave lögunum hafnað og krefst þess í rauninni að forsetinn segi af sér, verði þau staðfest.

Í þessu felst alvarlegur misskilningur á lýðræðinu og stjórnskipun landsins, þar sem hlutunum er snúið algerlega á hvolf.

Forseti er kosinn í almennum kosningum.

Í Alþingiskosningum kýs þjóðin sér fulltrúa á Alþingi sem setja lög, sem forsetinn svo staðfestir eða sendir í dóm þjóðarinnar

Forsetinn felur ákveðnum aðilum að mynda ríkisstjórn sem framkvæmir vilja löggjafans í trausti meirihluta Alþingis.

Það að þjóðin hafnaði lögum sem borin væri undir hana er ekki vantraust á þá ríkisstjórn eða ráðherra sem í henni sitja. Það væri mikið frekar vantraust á Alþingi og þá þingmenn sem samþykktu viðkomandi lög. Ekki á þá ríkisstjórn sem hefur það hlutverk að fara að þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni og framfylgja þeim.

En í rauninni er höfnun eða synjun á ákveðnum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vantraustsyfirlýsing á nokkurn aðila. Hún er einfaldlega ákvörðun um tiltekin lög.

Það að stilla sjálfum sér upp á aftökubekk sem tengdur er slíkri atkvæðagreiðslu, er ekkert annað en skrumskæling á lýðræðinu og gíslataka á málinu, þar sem þjóðinni er ekki leyft að taka sína ákvörðun óáreitt, heldur þarf hún í leiðinni að taka ákvörðun um allt aðra hluti en standa á atkvæðaseðlinum.

Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og lýsir alvarlegum misskilningi á stjórnskipun landsins og virkni lýðræðisins.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband