Öflug samvinnuhreyfing um allan heim - Danmörk

Samvinnuhugsjónin lifir góðu lífi um allan heim.

Í Danmörku er stærsta samvinnufélagið FDB, með 1,6 milljón félaga, 1 milljón sem hafa beina aðild og afganginn sem hefur aðild í gegnum samvinnufélög sem hafa svo aðild að FDB.

FDB á Coop a/s, sem er hlutafélag sem aftur rekur Brugsen-búðirnar og Kvickly, sem velta um 1.000 milljörðum íslenskra króna á ári, sem er til samans stærsta matvörukeðja Danmerkur.

Fyrir hverja búð kjósa félagar í FDB á svæðinu í stjórn, sem mótar stefnu búðarinnar og áætlun um félagsstarf í kringum viðkomandi búð, í samvinnu við starfsfólk hennar. Stjórnin fer yfir og samþykkir ársreikning og áætlun búðarinnar og ræður og rekur verslunarstjóra.

Markmið FDB er ekki bara að tryggja hagstætt vöruverð, en félagsmenn fá sérstakan afslátt af vörum auk félagsmannatilboða, heldur einnig að taka þátt í kynningu á þeim þáttum sem hafa þýðingu fyrir val og öryggi neytenda. Neytendavernd.


Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband