Neyðarsendar

Þvílikt lán og gæfa sem það er fyrir okkur Íslendinga að hafa björgunarsveitirnar. Þeir telja sig heppna að hafa fundið mæðginin, en það er nú svo undarlegt hvað heppnin fylgir þeim sem eru vel undirbúnir.

En eitt skil ég ekki. Af hverju í veröldinni er ekki í boði að kaupa eða leigja neyðarsenda, sem snjósleðamenn og annað ferðafólk getur tekið með sér?

Þannig geta björgunarsveitirnar gengið að fólki vísu, lendi það í háska.

Auðvitað yrði eitthvað um fölsk neyðarboð, en það er alveg ljóst að ekki þarf líkt því eins marga björgunarsveitarmenn í hvert raunverulegt útkall ef hægt er að miða fólk út, þannig að heildarvinnustundirnar sem færu í björgunarstörf hljóta því að vera færri, fyrir utan öryggið fyrir ferðafólk og ekki síður björgunarsveitarfólk.


mbl.is „Við sáum þarna þúst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband