Öfugt farið að öllu - líka í sókninni

Með pompi og prakt kynnti ríkisstjórnin að hún ætlaði varaformönnum sínum, þeim Degi B Eggertssyni og Katrínu Jakobsdóttur að fara í sóknaráætlun 20/20 og hafa verið haldnir fjöldi funda sem þau vilja kalla Þjóðfundi, til skrumskælingar og lítilsvirðingar við Þjóðfundinn sem haldinn var í Laugardalshöll

Þetta verkefni hefur verkefnisstjórn. Þverpólitíska?

Nei - þessi verkefnisstjórn er nánast einungis skipuð flokksmönnum Samfylkingar og Vinstri Grænna, þannig að þetta er illa dulbúin aðferð til að láta ríkissjóð greiða málefnastarf þessara flokka.

Á hvaða grundvelli er farið í þetta starf?

Tja allavegana er grunnurinn ekki skýr, því fyrst núna er lögð fram þingsályktunartillaga um að fara eigi í verkefnið. Er hún á dagskrá þingsins í dag.

Samt er þegar búið að halda fjölda funda, opna vef og ég veit ekki hvað.

Hvað ef þingsályktunartillögunni verður breytt eða hún felld?

Menn verða að fara rétt að hlutunum, ekki öfugt.


mbl.is Baráttufundur í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband