Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá

Íslensku þjóðinni er alveg treystandi til að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að vera í ESB eða utan þess.

Þá afstöðu er hins vegar ekki hægt að taka nema fyrir liggi í hverju aðild felst. Sú vitneskja kemur ekki fram nema í gegnum aðildarviðræður.

Í stað þess að berjast á móti ferlinu eiga hagsmunasamtök sjómanna og bænda að einhenda sér í að skilgreina hvernig samning samtökin myndu vilja sjá og taka fullan þátt í því að reyna að ná þeim samningi.

Því það getur endað með því að þjóðin samþykki aðild út frá allt öðrum hagsmunum en landbúnaðarins eða sjávarútvegsins og þá er eins gott að þessar greinar séu í það minnsta búnar að ná því fram sem hægt er.


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband