Nýtum mátt samvinnunnar í þágu heimilanna

Ríkisstjórnin á að nota þann tíma sem hún gaf sjálfri sér og þjóðinni þegar hún framlengdi uppboðsfrest íbúðahúsnæðis í að undirbúa og stofna húsnæðissamvinnufélög sem fólk sem ekki getur haldið eigið húsnæði af skilgreindum ástæðum, geti lagt húsnæði sitt inn í.

Af húsnæðinu yrði greidd leigu, en fólk fengi að búa áfram í húsnæðinu. Hluti leigunnar rynni í stofnfjársjóð samvinnufélagsins, þannig að samvinnufélagið verði með tíð og tíma sjálfbært og gæti greitt ríkinu eða lífeyrissjóðunum til baka sitt framlag, sem er aftur á móti nauðsynlegt í upphafi í formi samvinnubréfa, en félagar samvinnufélagsins, þ.e. íbúarnir hefðu yfirráðarétt yfir félaginu í formi atkvæðaréttar síns.

Máttur samvinnunar á við hér eins og svo víða.


mbl.is Margt gott gert innan bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband