Rannsókn á hinni endanlegu skjaldborg

Það er furðulegt að nú eigi að rannsaka skuldastöðu heimilanna, sérstaklega í ljósi þess að forsætisráðherra taldi sig geta fullyrt þegar hún kynnti síðasta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, að nóg væri að gert fyrir fjölskyldur í landinu.

En þessu frumvarpi ber að fagna, því óháð þeirri glámskyggnu yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að nú sé nóg að gert fyrir fjölskyldur landsins, mun þessi rannsókn leiða svo ekki verður um villst þörfina á almennum aðgerðum til að bjarga fjárhag heimila landsins, sem urðu fyrir algerlega ófyrirsjáanlegum forsendubresti allra sinna skuldbindinga í hruninu.

Á sama hátt og fjármagnseigendum landsins var bættur þessi forsendubrestur, er ekkert nema eðlileg og sjálfsögð krafa að slíkt hið sama verði látið ganga yfir skuldara landsins.

Ef ekki verður gripið til almennra aðgerða í þessa veru, er full ástæða til að óttast algert viðskiptasiðrof í landinu, sem yrði enn meiri skaði en nokkur sá skaði sem þjóðin hefur þegar orðið fyrir í þessu hruni..


mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband