Eðlileg milliríkjasamskipti komin á

Það sem hefur gerst í dag er að Ísland hefur tekið til almennilegra varna gagnvart ósanngjörnum kröfum viðsemjenda okkar. Ísland er byrjað, gegn vilja ríkisstjórnar sinnar, að verjast á þann hátt sem hefðbundið er.

Þær yfirlýsingar sem berast að utan eru ekkert ólíkar þeim skeytasendingum sem berast á milli þjóða alla daga. Þetta eru einfaldlega milliríkjasamskipti eins og þau fara fram. Sú sósíalistaríkisstjórn sem við búum við sendi einfaldlega ekki nægjanlega vel búna og vel mannaða samninganefnd og niðurstaðan var eftir því.

Málsmeðferðin eftir að samningum var náð var heldur ekki upp á marga fiska, enda hljóta ráðherrarnir að hafa skammast sín fyrir niðurstöðuna. Öðruvísi er ekki hægt að túlka þá leyndarhyggju sem einkenndi málsmeðferðina.

Áttum okkur á því að Ísland samþykkti í október í fyrra greiðsluskyldu vegna Icesave reikninganna. Málið snýst um vexti og fyrirkomulag endurgreiðslna á þeim upphæðum sem okkur ber að greiða.

Að ekki sé þegar komin yfirlýsing frá ríkisstjórninni um það grundvallaratriði til erlendra fréttastofa er reginhneyksli og stórskaðar málstað okkar.

Aðilar málsins settust niður í Brussel og ákváðu sk Brusselviðmið sem sendinefndin hélt ekki til haga og nú hafa bretar sent málið til ESB, sem er gott, enda hlýtur ESB að styðjast við Brusselviðmiðin í sinni meðferð málsins.

Nú er ekkert að gera fyrir forystumenn ríkisstjórnarinnar en að fara sjálf til bretlands og hollands og ræða við ráðamenn og fjölmiðla í þessum löndum, arka síðan til Brussel og klára málið þar.


mbl.is Sáttur við ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband