Er VG að brotna undan álaginu?

Það er alger vitleysa að halda því fram að ríkisstjórnin sé umboðslaus og eigi ekki að vera annað en starfsstjórn.

Það er einfaldlega tilraun til afsökunar á aðgerðarleysi hjá Vinstri-græningjanum Birni Val Gíslasyni að halda því fram.

Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra, eftir að forseti landsins veitti henni umboð til stjórnarmyndunar og nýtur ríkisstjórnin stuðnings meirihluta Alþingis.

Það að eitt frumvarp til laga sem Alþingi hefur samþykkt sé sent í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur ekkert með það mál að gera.

Menn verða að skilja að þjóðaratkvæðagreiðsla er einfaldlega lýðræðisleg aðferð við að taka tiltekna ákvörðun.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru að valda óþarfa óstöðugleika í stjórn landsins með svona yfirlýsingum og eru í rauninni að taka valdið af þjóðinni með því að blanda lífi ríkisstjórnarinnar í spurninguna um það hvort gefa eigi eftir fyrirvarana frá því í sumar.


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú hefur ekkert vit á pólitík. Það er bara óskhyggja sjálfs þín fyrir hönd annara sem þú lýsir.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband