Forsætisráðuneytið lekur

Ef hægt væri að senda góðan þakviðgerðamanni eða pípara til að laga lekann í forsætisráðuneytinu væri það gott, en þegar trúnaðargögnum eins og samskipti æðstu ráðamanna þjóðarinnar hljóta að vera, er lekið eins og raun ber vitni er komin upp grafalvarleg staða og duga engar venjulegar þéttingar þar.

Þessi vinnubrögð spuna hjá Jóhönnu og skósveinum hennar, þeim Einari Karli og Hrannari eru þjóðinni stórskaðleg, enda virða þau engin mörk og gildir eiðsvarin trúnaðaryfirlýsing þeirra þá engu. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið í þeirra augum.

Reyndar á ég erfitt með að sjá annan tilgang í þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og skósveina hennar en að láta gremju sína í ljós.

Ákvörðun forsetans verður ekki afturkölluð og væri þeim hollara að fara að bregðast frekar við henni eins og þau eru ráðin til að gera.

Eins og Steingrímur J gerði ágætlega í viðtali við Channel 4 í gærkvöldi. Það þarf meira af svona vinnubrögðum.


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Skil ekki alveg Gestur minn enn ágætt samt. Árið Gestur minn.

Ásgeir Jóhann Bragason, 6.1.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband