Traust er forsenda samstöðu

Það eru slæm tíðindi fyrir þjóðina að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna skuli ekki treysta formönnum stjórnarandstöðuflokkanna fyrir því hvað ríkisstjórnin sé í raun og veru að gera til að koma nýjum Icesaveviðræðum aftur í gang, og á hvaða grundvelli þreifingar milli þjóðanna fari fram.

Þetta er því miður vitnisburður um að raunverulegur vilji ríkisstjórnarflokkanna til að skapa breiða þverpólitíska samstöðu sé ekki fyrir hendi af þeirra hálfu. Hann sé bara fagurgali í orði, en ekki staðreynd á borði.

Þetta sjá viðsemjendur okkar, sem geta ekki búist við öðru en sömu niðurstöðu af sömu vinnubrögðum, og verða því að telja líklegt að væntanlegir þriðju samningar yrði líka felldir og því til lítils að gefa eitthvað eftir eða að ljá máls á viðræðum yfirhöfuð.

Ríkisstjórninni ber skylda til að mynda þverpólitíska samstöðu um þetta mál. Sú samstaða getur ekki byggst á öðru en trausti og ef það er núverandi forystumönnum ríkisstjórnarinnar um megn, valda þeir ekki sínu hlutverki og verða að láta aðra um að sinna því.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll, Bretar og Hollendingar eru búnir að gefa það út að þeir treysta ekki orðum þessara Ríkistjórnar lengur alveg, og ætluðu að bíða með næsta skref sem færi eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunar. Svo kannski er það sem er að... og andstaðan ekki tilbúinn að gefa bara eftir og samþykkja samning 2.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband