Samfylkingarstjórnskipunarbull
12.2.2010 | 14:49
Það er furðuleg hegðun ráðherra Samfylkingarinnar að virða ekki þá stjórnarskrá sem þeir hafa undirritað eiðstaf að og þau lög sem gilda um störf þeirra.
Björgvin G Sigurðsson fann sem Viðskiptaráðherra upp fyrirbærið tilmæli, þótt engin forsenda væri fyrir þeim í lögum og nú kemur Jóhanna Sigurðardóttir með nýtt fyrirbæri, sleggjudóma inn í íslenska stjórnskipan.
Við búum í réttarríki og ráðherrar í ríkisstjórn landsins verða að átta sig á því.
Ráðherrar eiga að framfylgja lögum og hafa hlutverk í pólitískri stefnumótun í gegnum framlagningu stjórnarfrumvarpa, en þeir hljóta að vera bundnir af því hlutverki, svo lengi sem þeir eru ráðherrar, en vera ekki að gapa út og suður marklaust tal, sem þeir hafa enga lagastoð fyrir og enga möguleika á að fylgja eftir.
Það eina sem fæst út úr því er vanhæfi, komi til þess að þeir þurfi að fjalla um mál þeirra sem um ræðir.
Eiga að víkja til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.