Mistök Samkeppnisstofnunnar sett á markað

Afstaða Arion banka að setja Haga á markað í heilu lagi og taka ekki í mál að hluta fyrirtækið í sundur er bara merki um eitt.

Bankinn telur fyrirtækið meira virði þannig, sem er afar athyglisvert.

Bankinn ætlar sér sem sagt að selja markaðsyfirburði Haga, sem urðu til fyrir mistök Samkeppnisstofnunnar, þegar Baugsveldið fékk að kaupa keppinauta sína út af markaðnum.

Ef ekki, væri örugglega hægt að fá hærra verð fyrir einstaka hluta þess, enda reksturinn fjölbreyttur og eftir að hann varð einvörðungu innlendur, er lítil samlegð í rekstri tískuvöruverslanna og lágvörumatvörubúðar eða útivistarvöruverslunar.

Þetta er örugglega löglegt, en hvort þetta sé siðlegt og til þess fallið að bæta hag íslensku þjóðarinnar er allt annað mál.


mbl.is Hagar og Baugur deila um milljarð sem var gjaldfelldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband