Loksins loksins - vonandi verður horft til samvinnuhugsjónarinnar

Það var kominn tími til að kynntar verði aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna.

Það er eðlilegt og sanngjarnt að sá forsendubrestur sem varð í hruninu verði leiðréttur að því marki sem hægt er í almennum aðgerðum, en hagur almennra fjármagnseigenda var tryggður með neyðarlögunum en lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir hinn almenna skuldara.

Horfum til samvinnuhugsjónarinnar

Gagnvart hinum sem eru verst settir er eðlilegt að líta til samvinnuhugsjónarinnar, þegar um yfirveðsett húsnæði er að ræða sem fólk mun aldrei ráða við, þrátt fyrir hinar almennu aðgerðir.

Það að gefa fólki einhvern frest eftir að það hefur í raun misst húsnæði sitt eða að þvinga lánveitendur til að leigja þeim sem misst hafa húsnæði sitt, gerir ekkert annað en að seinka enduruppbyggingunni, grafa undan lánamarkaðnum, rýra hann trausti. Trausti lánveitenda í þessu tilfelli, sem ekki geta gengið að veðum sínum.

Það sem aftur á móti er hægt að gera núna til að veita skuldsettum fjölskyldum von, er að leita í samvinnuhugsjónina eftir lausnum.

Þær fjölskyldur sem sjá ekki fram úr skuldavanda sínum, geti, í samkomulagi við lánveitendur, lagt íbúðina inn í samvinnufélag, búsetafélag, þar sem fólk keypti búseturétt (smám saman í gegnum leigu eða með láni), en lánveitandinn, hugsanlega og líklegast örugglega í samstarfi við ríkið gegnum Íbúðalánasjóð eða sjálfstæða stofnun og hugsanlega einnig lífeyrissjóðina, fengi sanngjarna uppgreiðslu á viðkomandi láni eða lánum. Búsetufélagið/félögin ættu og rækju eignirnar og innheimtu leigugjald af íbúunum, sem eignuðust búseturétt, sem væri seljanlegur.

Afskriftirnar "rynnu" með þessum hætti ekki til einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga, heldur samvinnufélags.

Með þessu yrði til ríkis- eða lífeyrissjóðavæddur húsnæðismarkaður, sem byggði á félagslegum gildum, með hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi, til hliðar við leigumarkaðinn og eignamarkaðinn.


mbl.is Kynna aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Gestur. Það var ekkert skrýtið þó sumir gamlir Framsóknarmenn eins og ég værum orðnir þreittir á axarskafta smíðum Halldórs Ásgrímssona og félaga. Nú eru vinnubrögð forystu Framsóknarmanna allt önnur og betri. Því segjum við samstöðu og samvinnu á sem flestum sviðum.Og segjum ef Framsókn getur það ekki þá hver?  ENGINN.

       Gissur á Herjólfsstöðum. 

Gissur Þórður Jóhannesson, 18.3.2010 kl. 11:33

2 Smámynd: Gissur Jónsson

Góð ábending hjá þér Gestur. Forsenda þess að sátt náist í samfélaginu er sanngirni og réttlæti. Sanngirni milli fjármagnseigenda og skuldara. Réttlæti við leiðréttingu skulda.

 Við nafnarnir erum svo hjartanlega sammála um gildi samvinnu og samstöðu.

Kv, Gissur Jónsson

Gissur Jónsson, 20.3.2010 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband