Skjótið með opin augun!
31.5.2010 | 00:19
Í minni sveitarfélögum skipta þeir einstaklingar sem eru í framboði hverju sinni mikið meira máli en í stóru sveitarfélögunum. Þar ná frambjóðendur að kynna sig persónulega við hvern og einn, en í stóru sveitarfélögunum er það ekki hægt og því skiptir almenn ímynd miklu meira máli og þar með ímynd þess flokks sem þeir bjóða fram fyrir.
Í stærri sveitarfélögunum skiptir staða landsmála því miklu meira máli.
Á því er gagnrýni Guðmundar byggð, ef ég hef skilið hann rétt.
Ungir Húnvetningar verða að hafa það í huga og því dugar sú röksemd að vel hafi gengið á landsbyggðinni ekki. Þeir verða að skjóta með augun opin fyrir því.
Heiðarleg málefnaleg gagnrýni er hluti af lýðræðinu og er ósk hinna ungu Húnvetninga því miður vitnisburður um gamla tíma, þar sem reykfyllt bakherbergi voru fastar innréttingar og menn eigi að biðjast afsökunar á skoðunum sínum.
Gagnrýna þingmann sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 356407
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vera blindur maður sem ekki sér atlögu Guðmundar að formanninum, Gestur. Það er ekki "heiðarleg gagnrýni" sem hann hefur uppi daginn eftir kjördag heldur eitthvað allt annað. Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn er ekki flokkur í dag sem þolir miklar innanhúserjur. Nægar hafa þær verið. Það að ætla að kenna Sigmundi um afhroðið í Reykjavík þar sem skoðanabróðir Guðmundar á vinstri væng flokksins var í forystu er lúalegt og líklega úthugsað. Sérð þú almenna þingmenn t.d. gagnrýna formenn sína með svona beinskeittum hætti? Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvar flokkurinn væri í dag ef ekki væri fyrir skelllegga framgöngu formannsins í þjóðmálaumræðunni. Þar hefur minna farið fyrir Samfylkingarmanninum fyrrverandi.
Vinsamleg orð þín til hinna "ungu Húnvetninga" sem réttilega benda á að Framsóknarflokkurinn sé meira en orfá atkvæði í Reykjavík eru vanhugsuð og því miður nokkuð yfirlætisleg. Ábending þeirra er rétt. Það gekk mjög vel á mörgum stöðum úti á landi sem betur fer. Framsóknarflokkurinn hefur enda aldrei verið höfuðborgarflokkur. Hann hefur aldrei náð raunverulegri fótfestu í borginni eða nágrenni. Hann mun heldur ekki ná fótfestu hér á meðan menn eins og Guðmundur gera sitt ítrasta til að koma upp ágreiningi í pólitískum tilgangi. Það er sannkallaður vitnisburður um gamla tíma. Góð byrjun fyrir flokkinn til að ná einhvers konar fótfestu í menningunni væri að ná fram sáttum og samstöðu. Því miður virðist langsótt að það takist.
Ég er hræddur um að bakherbergi í hinum ýmsum menningarkimum Framsóknarflokksins séu þétt af reyk þessa dagana. Mér sýnist sem a.m.k. einn þingmaður sé búinn að fá sér sæti og draga upp spilastokk.
Guðmundur St Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 00:51
Ég vil benda á færslu hjá mér um atkvæðabreytinguna hjá flokkunum (sjá Samanburður á stuðningi kjósenda við fjórflokkinn 2010 og 200...). Þar kemur fram að tap Framsóknar í Reykjavík og Kópavogi er ekki að koma fram annars staðar. Tapið í Kópavogi þýðir að flokkurinn kemur illa út í SV-kjördæmi, en landsbyggðin er að koma mjög vel út fyrir flokkinn og heldur hann einn flokka sjó í öllum landbyggðakjördæmunum. Þetta eru kaldar staðreyndir og tel ég að Guðmundur hafi átt að kynna sér þetta betur áður en hann sté fram.
Vandamálið er því miður oft það, að fólk hér á höfuðborgarsvæðinu telur að það búi í nafla alheimsins og það sem gerist hér hljóti líka að vera að gerast annars staðar á landinu. Nú verður t.d. áhugavert að sjá hvað gerist í Reykjavík, þegar 10 af 15 borgarfulltrúum búa í eða við 101. Þetta mun örugglega kalla á að önnur hverfi munu sitja á hakanum og hugmyndir um að færa þjónustu og starfsemi út úr 101 verður ýtt út af borðinu. Menn verða að fara að átt sig á því, að GAMLi MIÐBÆRINN er í 101 og einnig stjórnsýslan, en MIÐBORGIN er undir Elliðaá, MIÐJA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er hjá Smáralind og það er búið út um allt land.
Marinó G. Njálsson, 31.5.2010 kl. 02:22
Mér finnst illa vegið að Sigmundi Davíð og ekki rétt af Guðmundi.Sigmundur Davíð hefur staðið sig vel á þingi og verið með málþóf sem ekki veitir af gegn þessari vinstri stjórn sem er að keyra allt niður hér á landi og tala nú ekki um ICESLAVE og ESB sem Sigmundur Davíð hefur staðið sig vel í að andmæla.Ég held að Guðmundur ætti að yfirgefa flokkinn og fara þangað sem hann á heima í samfylkingunni enda talar hann meira fyrir stefnu hennar en framsóknar.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 31.5.2010 kl. 06:27
Ég bý líka úti á landi, nánar tiltekið í Húnavatnssýslu. Ég skil ekki þennan storm í vatnsglasi út af því sem Guðmundur Steingríms sagði. Það sem ég hef heyrt hann segja eru athugasemdir sem eiga fullan rétt á sér, það er að segja að við framsóknarmenn þurfum að vera í betra sambandi við kjósendur sem eru orðnir þreyttir á gömlu ádeilu- og málþófspólitíkinni þar sem menn skjóta hver annan í kaf en enginn leysir vandamálin.
Eru allir velkomnir í Framsóknarflokkinn? Ég hef verið framsóknarmaður í hjarta allt mitt líf. En ef einhverjir eru óvelkomnir ef þeir dirfast að slá annan tón heldur en einhver annar gerir eða vill heyra, þá er þessi flokkur orðinn að klíku en ekki flokki sem ætlar að höfða til allra landsmanna.
Ég sem almennur kjósandi verð að segja að sú pólitík sem verið er að stunda á Alþingi þessa mánuðina er ekki að fylkja þjóðinni saman. Það hefur enginn trú á þessari pólitík nema hann sé innviklaður í stjórnmálaflokk. Ég held að fólkinu í landinu þyki almennt vanta skörungsskap við landsstjórnina. Það á við um ríkisstjórnina en svo horfa menn á stjórnarandstöðuflokkana og spyrja sig: Eru þetta einhverjir meiri skörungar, myndu þeir vita eitthvað betur hvað þeir væru að gera?
Sigmundur Davíð er góður drengur. Hann þarf hins vegar að átta sig á því að ef hann ætlar að safna fleiri kjósendum á bak við okkur þá þarf hann að breyta um taktík. Þeir sem eru ekki eldheitir framsóknarmenn fyrir þeir nenna ekki að hlusta á hann, þeim finnst hann spila alltaf sömu rulluna. Hvort sem þessi rulla er rétt eða röng þá er hann ekki að sannfæra kjósendur um ágæti hennar.
Ég er ekki að segja að við eigum að skipta um formann - en við þurfum klárlega að skipta um taktík. Ég ætla ekki að gera lítið úr árangri okkar á landsbyggðinni en ef við ætlum að eiga séns í landsmálunum þá segi ég: Betur má ef duga skal.
Einar Sigurbergur Arason, 1.6.2010 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.