Tímasetning breytinga mikilvæg

Þótt ég sé einlægur fylgismaður þess að endurskoða þurfi stjórnarráðið og gera á því róttækar breytingar, mun róttækari en frumvarp forsætisráðherra mælir fyrir um, er ekki rétti tíminn til að gera slíkt nú.

Maður fer ekki í upptekt á vél í miðjum brimsjó.

Það er eitt aðalatriðið í allri áfallastjórnun að breyta ekki þeim ferlum og starfsháttum sem ekki þarf nauðsynlega að breyta, hversu vitlausir og óhagkvæmir sem þeir kunna að vera. Einbeiting embættismanna þjóðarinnar á að vera óskipt á því að koma þjóðarskútunni í var. Það á ekki að trufla þá með áhyggjum af eigin stöðu og breytingum á starfsumhverfi þeirra umfram það sem er algerlega bráðnauðsynlegt til að leysa þau mál sem fyrir liggja.

Að því loknu á að fara í breytingar, sem eru löngu tímabærar og hefðu fyrir löngu átt að vera komnar til framkvæmda


mbl.is Skortir samráð um stjórnkerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband