Einhver verður að stjórna

Meðan meginþorri lána landsmanna er vísitölubundinn, verður að taka tillit til þess í öllum ákvörðunum í skattamálum.

Það virðist AGS ekki gera í sínum tillögum, ef marka má fréttir. Ef virkilega verður að auka tekjur ríkissjóðs, verður að gera það með þeim hætti að það hækki ekki vísitölu neysluverðs, því það myndi auka útgjöld heimilanna á tvo vegu, bæði beint og í gegnum afborganir vísitölutryggðra lána.

En það er ekki hægt að gagnrýna AGS fyrir að koma fram með tillögur sem stofnunin hefur fyrir það fyrsta verið beðin um af ríkisstjórninni sjálfri, heldur verður að líta á hin miklu ítök sem AGS virðist hafa á landsstjórninni, sem vitnisburð um það að ríkisstjórnin geti ekki stjórnað landinu. Til þess sé hún of sundurleit, kjarklaus og hugmyndasnauð.

Einhver verður að stjórna...


mbl.is Hafna hærri matarskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Hverju orði sannara Gestur.  En hver?

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 14.7.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband