Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
13.8.2010 | 00:29
Á Íslandi er þingræði, sem byggir á þrískiptingu valds, löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds.
Gegnir hver afar mikilvægu hlutverki. Löggjafinn að móta stefnu í gegnum lagasetningu og aðrar ákvarðanir eins og þingsályktunartillögur, þám að ákvarða skatta og ákveða meðhöndlun opinbers fjár, sem framkvæmdavaldið svo framkvæmir samkvæmt laganna hljóðan. Ef upp kemur ágreiningur um túlkun laga sem löggjafinn setur, kemur svo til kasta dómstóla.
Sjálfstæði hvers hluta frá hinum er afar mikilvægt, enda ekki á annan betri hátt hægt að sporna gegn spillingu og gerræði ríkisvaldsins.
Það er það sem Gylfi Magnússon reyndi að gera í sínu svari, að halda sig við sitt hlutverk sem hluta framkvæmdavaldsins og halda sig frá því að gera eitthvað sem er dómsvaldsins.
Hann gerði það klaufalega, en fyrirspyrjandinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem kjörin er á löggjafarsamkomuna, virðist ekki bera gæfa til að virða þessa grundvallar hlutverkaskiptingu ríkisvaldsins, með því yfirhöfuð að spyrja ráðherra út í hugsanlegt lögmæti samninga milli aðila úti í bæ.
Í rauninni er verið að ýta undir og hvetja til gerræðis ráðherranna með því að ætla þeim að kveða upp þá úrskurði sem fyrirspyrjandinn óskaði eftir.
Það getur ekki vitað á gott.
Segir Gylfa hafa afvegaleitt þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða endemisdella er í þér maður. Þú snýrð þessu gjörsamlega á haus! Framkvæmdavaldið á að sjá um að farið sé að lögum í þessu landi, til þess er það. Þegar ráðuneyti berast svo sterkar vísbendingar um stórfelld lögbrot sem hér er um rætt, þá ber því og verður að bregðast við.
Að þræða síðan örfína línu mismunandi orðnotkunar og skilnings þingmanna á meintum lögbrotum, til þess að ljúga að löggjafanum, er auðvitað GaGa.
Og til hvers, hverja var verið að blekkja? Norræn sjálfsblekkingastjórn sem telur velferð felast í niðurskurði heilsugæslu, hendir gamlingjum úr húsi og flytur þá sem ómaga burt úr sinni heimabyggð í "ódýrari" geymslu. Á meðan mokar gamla SJÁLFTÖKUÞJÓFAGENGIÐ auðæfum í botnlausa vasa sína, en það kemur mér og ykkur ekkert við, kröfuhafar eiga allt saman og borga skilanefndunum, sagði Steingrímur Sannsögli og laug öllu saman.
En er fyrir löngu komin út fyrir efnið.
Dingli, 13.8.2010 kl. 08:37
Gylfi var spurður einfaldrar spurningar sem hann ekki bara svaraði klaufalega heldur lítur allt út fyrir að hann hafi logið blákalt. Er hægt að afsaka slíkt? Ef ráðherra leyfist það er ekki komið vel fyrir þessari þjóð.
Guðmundur St Ragnarsson, 13.8.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.